Ekki benda á mig

Hversu oft höfum við bent á einhvern sem hefur gert eitthvað á okkar hlut? Verið í leit að sökudólgum.

Við höfum lent í leiðindum, svikum, kynnst fólki á síðastliðnu ári sem er ólíkt okkur. 

Að leita að vandræðum í öðrum er eins og að leita að nál í heistakki. Það er nefnilega tilgangslaust.

 

Árið mitt 2016 var dásamlegt og það hefði ekki getað verið betra því ég átti bæði gott og erfitt ár. Hefði ég eingöngu fengið það góða hefði ég að sjálfsögðu ekki lært neitt og er ég þakklát fyrir lærdóminn. Stundum langar mig auðvitað að allt gangi bara vel en ég sem móðir, kennari, óperusöngvari og dáleiðari gæti líklega hvorki hjálpað sjálfri mér né öðrum hefði ég lifað á bleiku skýi. það hljómar samt undur vel að ferðast um á bleiku skýi með marenskökur og freyðivínsglas í hendi og jafnvel eiga maka sem sér fyrir öllu. Að sjálfsögðu væri það þægilegt.

En hvað myndi slíkt líf gefa mér?

Myndi ég verða betri manneskja og afslappaðri? Myndi ég sem óperusöngkona syngja meira og hætta öllu hinu?

 

Hvar liggur ástríðan?

Hún liggur einmitt í lífinu eins og það er. Hún liggur í mér, vinum mínum, fjölskyldu, þakklætinu, litlu hlutunum,  tónlistinni og meðferðargeiranum.

Í tæp 6 ár hef ég helgað lífi mínu meðferðargeiranum þar sem ég hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Að starfa þannig getur verið orkufrekt, gaman, spennandi og gefandi.

Ég tel mig vera góðan dáleiðara þar sem ég er reynslumikill orkubolti og sátt við eigið líf.

Ég leita ekki að sökudólgum og ég er þakklát fyrir alla þá ófullkomnu aðila sem komu við í lífi mínu síðastliðið ár og ég hlakka til að hitta meira af allavegana fólki á nýja árinu 2017. Fólki sem er ólíkt mér en stefnir í sömu átt, í átt að ljósinu. 

Hvar er annars hamingjan?

Hamingjan býr í okkur sjálfum. 

Við getum aldrei orðið hamingjusöm með öðrum fyrr en við elskum okkur sjálf. Að elska sjálfan sig er ekki sjálfselska og eigingirni heldur velgengni. Að elska og virða sjálfan sig gerir okkur stærri, býr til möguleika og opnar ótal tækifæri til að lifa lífinu lifandi. Að leita að sökudólgum gerir okkur lítil.

Verum þakklát fyrir lífið og litlu hlutina því þannig löðum við að okkur velgengni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband